Innlent

Hafa fengið frest til að skila greinagerð vegna Icesave

Íslensk stjórnvöld hafa sótt um og fengið frest til að skila greinargerð til Eftirlitsstofnunar EFTA, eða ESA vegna úrskurðar sjóðsins um að íslenska ríkinu beri að ábyrgjast lágmarksgreiðslur vegna Icesave innistæðna spárifjáreigenda hjá gamla Landsbankanum.

ESA hefur áður þrívegis gefið íslenskum stjórnvöldum frest til að skila inn greinargerð vegna málsins og átti síðasti fresturinn að renna út næst komandi mánudag.

ESA hefur nú gefið íslenskum stjónvöldum frest til byrjun septembers til að skila inn greinargerðinni. Málið tengist mjög Icesave deilunni við Breta og Hollendinga sem enn er óleyst.

Ef Íslendingar gefa ESA ekki svör sem eftirlitsstofnunin sættir sig við, sendir hún málið til EFTA dómstólsins. Það kæmi þá í hlut hans að dæma í málinu, það er að segja hvort Íslendingum beri að standa skil á 21 þúsund evrum á hvern Icesave reikning, eins og ESA hefur úrskurðað um.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.