Ísland mætir Liechtenstein í vináttulandsleik þann 11. ágúst næstkomandi. Íslenska liðið verður tilkynnt á þriðjudaginn en hópur andstæðinganna á Laugardalsvellinum var opinberaður í dag.
Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins áður en undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Noregi.
Hópurinn hjá Liechtenstein er skipaður 17 leikmönnum og eru fjórir nýliðar í hópnum, þar af báðir markverðir hópsins. Tólf af sautján leikmönnum koma frá tveimur félögum, FC Vaduz og USV Eschen/Mauren.
Frægast leikmaður liðsins sá leikjahæsti og markahæsti, Mario Frick, fer fyrir hópnum en þessi leikmaður St. Gallen hefur leikið 92 landsleiki og skorað í þeim 14 mörk.
Leikmannahóp Liechtenstein má sjá hér, í gegnum heimasíðu KSÍ.