Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:45 Spennan er mest í H-riðli, riðli Arsenal og Braga. Nordic Photos / Getty Images Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira