Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2010 09:45 Spennan er mest í H-riðli, riðli Arsenal og Braga. Nordic Photos / Getty Images Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Tólf lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en fimmtu umferð riðlakeppninnar lauk í gærkvöldi. Aðeins fjögur sæti eru því eftir. Spennan er mest í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram en annars er barist um annað sætið í D- og E-riðlum. Lokaumferðin fer fram dagana 7. og 8. desember. A-riðill: Tottenham og Inter eru örugg áfram en þar sem bæði lið eru með tíu stig verður spennan í lokaumferðinni um hvort liðið taki toppsætið. Verði liðin enn jöfn að stigum verður Tottenham á toppnum vegna betra markahlutfalls í innbyrðisviðureignum. Lokaumferðin: Twente - Tottenham Werder Bremen - Inter B-riðill: Schalke og Lyon eru örugg áfram. Schalke er með tíu stig en Lyon níu og því baráttan enn opin um toppsætið. Lokaumferðin: Benfica - Schalke Lyon - Hapoel Tel-Aviv C-riðill: Manchester United (13 stig) og Valencia (10 stig) eru örugg áfram. Þessi lið mætast á Old Trafford í lokaumferðinni og ef Valencia vinnur þann leik hirðir liðið toppsætið af United. Lokaumferðin: Manchester United - Valencia Bursapor - Rangers D-riðill: Barcelona er búið að vinna sigur í riðlinum og baráttan um annað sætið stendur á milli FC Kaupmannahafnar (7 stig) og Rubin Kazan (6 stig). Lokaumferðin: Barcelona - Rubin Kazan FC Kaupmannahöfn - Panathinaikos E-riðill: Bayern München er sömuleiðis búið að vinna sinn riðill og Roma er í mjög góðri stöðu í öðru sæti. Rómverjum nægir stig í lokaumferðinni gegn Cluj eða þá að treysta á að Basel vinni ekki Bayern á útivelli á sama tíma. Lokaumferðin: Bayern München - Basel Cluj - Roma F-riðill: Chelsea er með fullt hús stiga og búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Marseille er öruggt með annað sætið. Spartak Moskva er meira að segja búið að tryggja sér þriðja sætið og þar með sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Lokaumferðin er því þýðingarlaus. Lokaumferðinn: Marseille - Chelsea Zilina - Spartak Moskva G-riðill: Real Madrid er öruggt með sigurinn í riðlinum og AC Milan annað sætið. Lokaumferðin: Real Madrid - Auxerre AC Milan - Ajax H-riðill: Langmesta spennan er í H-riðli þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að koma sér áfram í 16-liða úrslitin. Shakhtar Donetsk er með tólf stig á toppnum en Arsenal og Braga með níu stig hvort. Shakhtar er þó ekki öruggt áfram en í mjög góðri stöðu. Liðið má tapa fyrir Braga með þriggja marka mun eða þá treysta á að Arsenal vinni ekki Partizan Belgrad. Arsenal dugir sigur gegn Partizan en Braga þarf að vinna Shakther með fjögurra marka mun til að vera öruggt áfram óháð úrslitum í leik Arsenal. Lokaumferðin: Arsenal - Partizan Belgrad Shakhtar Donetsk - Braga
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira