Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í norska liðinu Fredrikstad tryggðu sér í kvöld sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann þá stórsigur, 4-0, á Hönefoss í síðari umspilsleik liðanna.
Fredikstad vann fyrri leik liðanna 4-1 og rimmunna því 8-1 samtals. Ótrúleg úrslit.
Kristján Örn Sigurðsson er leikmaður Hönefoss. Hann var í byrjunarliðinu í kvöld en var tekinn af velli í hálfleik.
Gunnar Heiðar var í byrjunarliði Fredrikstad en var tekinn af velli á 66. mínútu.