Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana 5. júní 2010 05:00 Kristín Jónsdóttir Endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands segir óheiðarlegt að villa um fyrir fólki sem hyggst stunda leiðsögunám. Fréttablaðið/Stefán „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Sjá meira
„Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Sjá meira