Leiðsöguskóli sagður afvegaleiða nemana 5. júní 2010 05:00 Kristín Jónsdóttir Endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands segir óheiðarlegt að villa um fyrir fólki sem hyggst stunda leiðsögunám. Fréttablaðið/Stefán „Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Það er ranglega farið með á hvaða menntunarstigi þetta nám er,“ segir Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Hún gagnrýnir Menntaskólann í Kópavogi fyrir að kynna Leiðsöguskóla MK sem nám á háskólastigi. „Til þess að nám teljist háskólanám þarf það að vera við, eða í samstarfi við, og á faglega ábyrgð viðurkenndrar háskólastofnunar. Menntaskólinn í Kópavogi hefur enga samninga um það við neinn. Þarna er því vísvitandi verið að villa um fyrir fólki,“ segir Kristín Jónsdóttir. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla MK er Kristín Hrönn Þráinsdóttir. Hún hafnar fullyrðingum um að námið í leiðsöguskólanum sé ekki á háskólastigi og að verið sé að villa um fyrir nemendum með því að kynna námið sem slíkt. Stúdentsprófs sé krafist, eins og gildi í hótelstjórnunarnám og Ferðamálaskóla MK. Um sé að ræða nám sem sé lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og námskráin sé viðurkennd af menntamálaráðuneytinu. „Árið 2004 var undirritaður samningur við Hólaskóla í ferðagreinum og það er samvinna við César Ritz Hotel Management. Á hverju ári útskrifast töluvert margir frá MK sem eru ekki í framhaldsskóla. Ef til vill er Menntaskólinn í Kópavogi rangheiti, kannski ætti skólinn að heita Menntastofnun Kópavogs,“ segir Kristín Hrönn. Að sögn Kristínar Jónsdóttur er námskrá Leiðsöguskólans útgefin af menntamálaráðuneytinu fyrir framhaldskóla. Ráðuneytið hafi gert athugasemdir við að MK auglýsi námið á háskólastigi. Námið sé námslánshæft sem sérnám á framhaldsskólastigi. Námið í Leiðsöguskóla MK er ekki metið inn í Háskóla Íslands. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ er hins vegar metið inn í hugvísindadeild skólans og í ferðamálafræði. Kristín Jónsdóttir segir námið í skólunum tveimur ekki sambærilegt. Leiðsögunám Endurmenntunar HÍ hófst árið 2008. „Okkar nám er mótað í samstarfi við bestu háskólakennara og öll vinnubrögðin eru á akademísku háskólastigi,“ segir hún. Kristín Hrönn segir hins vegar að námið í MK sé hagnýtara fyrir þá sem ætli að starfa við leiðsögn. „Þetta hefur verið kennt hér í yfir fjörutíu ár og það er alltaf verið að fínstilla,“ segir umjónarmaður Leiðsöguskóla MK. - gar
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira