Innlent

Starfsmaður Ríkisskattstjóra meðal grunaðra í stórfelldu svikamáli

Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær.

Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið.

Eins og fram kom á Vísi í dag voru mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um brot á virðisaukaskattslögum. Níu voru handteknir vegna málsins en þremur var sleppt.

Ítarlega verður greint frá málinu á Stöð 2 í kvöld.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×