Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki 20. maí 2010 04:00 Samheitalyf Með því að niðurgreiða aðeins ódýrustu lyfin í hverjum flokki tekur ríkið fyrir að fyrirtæki sjái sér hag í að setja ódýr samheitalyf á markað, segir framkvæmdastjóri Portfarma. Fréttablaðið/Valli Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Stefna ríkisins er að niðurgreiða aðeins ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Því hafa meðal annars læknar mótmælt, þar sem aukaverkanir og virkni lyfja er mismunandi eftir einstaklingum. Þetta kerfi heldur opnum þeim möguleika fyrir efnað fólk að kaupa lyf sem þeim þykir henta best, án niðurgreiðslu. Á sama tíma þurfa þeir sem ekki hafa fé til þess að láta sér nægja þau lyf sem ríkið kýs að niðurgreiða, segir Olgeir. Sjúklingar sem ekki geta notað lyfin sem heilbrigðisyfirvöld niðurgreiða geta sótt sérstaklega um að fá önnur lyf niðurgreidd. Olgeir segir ríkið beinlínis vinna gegn því að lyfjaverð lækki á Íslandi. Dæmi um það sé hækkun á kostnaði við skráningu nýrra lyfja, úr 115 þúsundum króna í ríflega 1,8 milljónir fyrir um ári. Þjónustan hafi ekki aukist að sama skapi, enda taki nú mun lengri tíma að fá lyf skráð. „Það er búið að reka líkkistunaglana í þennan iðnað, íslenski markaðurinn er hreinlega ekki áhugaverður lengur,“ segir Olgeir. Hann segir þetta þegar hafa leitt til þess að mun færri ódýr samheitalyf séu sett á markað. Þá sé samkeppnin drepin niður með því að niðurgreiða aðeins ákveðin lyf, enda sé þá lítil ástæða fyrir lyfjafyrirtæki að koma með ódýrari samheitalyf á markað. - bj Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma. Stefna ríkisins er að niðurgreiða aðeins ódýrasta lyfið í hverjum flokki. Því hafa meðal annars læknar mótmælt, þar sem aukaverkanir og virkni lyfja er mismunandi eftir einstaklingum. Þetta kerfi heldur opnum þeim möguleika fyrir efnað fólk að kaupa lyf sem þeim þykir henta best, án niðurgreiðslu. Á sama tíma þurfa þeir sem ekki hafa fé til þess að láta sér nægja þau lyf sem ríkið kýs að niðurgreiða, segir Olgeir. Sjúklingar sem ekki geta notað lyfin sem heilbrigðisyfirvöld niðurgreiða geta sótt sérstaklega um að fá önnur lyf niðurgreidd. Olgeir segir ríkið beinlínis vinna gegn því að lyfjaverð lækki á Íslandi. Dæmi um það sé hækkun á kostnaði við skráningu nýrra lyfja, úr 115 þúsundum króna í ríflega 1,8 milljónir fyrir um ári. Þjónustan hafi ekki aukist að sama skapi, enda taki nú mun lengri tíma að fá lyf skráð. „Það er búið að reka líkkistunaglana í þennan iðnað, íslenski markaðurinn er hreinlega ekki áhugaverður lengur,“ segir Olgeir. Hann segir þetta þegar hafa leitt til þess að mun færri ódýr samheitalyf séu sett á markað. Þá sé samkeppnin drepin niður með því að niðurgreiða aðeins ákveðin lyf, enda sé þá lítil ástæða fyrir lyfjafyrirtæki að koma með ódýrari samheitalyf á markað. - bj
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira