Moggi: Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 25. febrúar 2010 15:30 Luciano Moggi. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn