Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot 26. nóvember 2010 06:00 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. Fréttablaðið/Anton Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira