Enski boltinn

Capello ætlar ekki að velja David Beckham aftur í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham á sinni fyrstu æfingu með LA Galaxy eftir að hann sleit hásin.
David Beckham á sinni fyrstu æfingu með LA Galaxy eftir að hann sleit hásin. Mynd/AP
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, svaraði því blákalt fyrir æfingaleik Englendinga og Ungverja í gær að David Beckham væri of gamall til þess að spila fleiri landsleiki undir sinni stjórn.

„Ég þakka honum fyrir að hjálpina á HM en líklega er hann orðinn of gamall fyrir landsliðið," sagði Fabio Capello aðspurður um framtíð David Beckham í sjónvarpsviðtali fyrir leikinn í gær sem England vann síðan 2-1.

Capello bætti því reyndar við eftir leikinn að hann gæti alveg hugsað sér að hinn 35 ára gamli David Beckham fengi sérstakan kveðju-vináttulandsleik en hann yrði ekki hluti að liðinu sem tæki þátt í undankeppni EM 2012.

„Ég vel hann ekki í fleiri alvöru landsleiki. David er frábær leikmaður og hann var mjög mikilvægur fyrir okkur. Ég verð hinsvegar að velja nýja leikmenn fyrir framtíðina því aldur skiptir marga máli ekki bara David," sagði Fabio Capello eftir leikinn.

Fabio Capello hefur fengið gagnrýni í ensku miðlunum í morgun fyrir að hafa ekki tilkynnt David Beckham þetta sjálfur í stað þess að segja honum fréttirnar í beinni sjónvarpsútsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×