Fyrsta leik dagsins er lokið í sænska boltanum. Malmö vann 1-0 sigur á Íslendingaliðinu GAIS en eina markið var skorað um miðjan fyrri hálfleik.
Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson voru í byrjunarliði GAIS en voru báðir teknir af velli. Hallgrímur í hálfleik en Eyjólfur á 71. mínútu.
Malmö er í öðru sæti deildarinnar en GAIS um miðja deild.