Banaslysið í Silfru: öndunargríman losnaði SB skrifar 20. júní 2010 12:11 Lögregla á slysstað í gær. Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent