Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2010 15:42 Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn