Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2010 15:42 Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira