Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2010 15:42 Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum. Þeir röndóttu fengu þó óskabyrjun þegar Grétar Sigfinnur Sigurðarson kom KR yfir á 3. mínútu með góðum skalla. Haukar jöfnuðu leikinn á 10. mínútu og var það að verki Arnar Gunnlaugsson úr víti eftir að Bjarni Guðjónsson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Arnar var svo arkitektinn að öðru marki Hauka sem Hilmar Rafn Emilsson skoraði eftir laglegt þríhyrningaspil á 33. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo þriðja mark Hauka með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Flestir áttu von á því að KR-ingar myndu mæta ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en sama slenið einkenndi þeirra leik. Það var ekki fyrr en Logi Ólafsson, þjálfari KR, gerði tvöfalda skiptingu að líf fór að færast í KR-inga sem náðu loks að minnka muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur eftir að Daði Lárusson hafði gerst brotlegur innan vítateigs. Það tók KR-inga ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn og það gerði Guðjón Baldvinsson með skoti úr teig Hauka en Daði hafði lent í samstuði við samherja þegar hann hugðist grípa fyrirgjöf af vinstri kantinum og því átti Guðjón ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Vodefone-vellinum en hins vegar fékk Guðjón Pétur Lýðsson að líta sitt annað gula spjald þegar dómarinn hafði flautað leikinn af. Hann missir því að Hafnarfjarðaslagnum í næstu umferð. Haukar voru sprækir með Arnar fremstan í flokki en KR-ingar verða að átta sig á því að það dugar ekki að leika vel í korter. Haukar-KR 0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (3.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson (11. vsp.) 2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.) 3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.) 3-2 Björgólfur Takefusa (79. vsp.) 3-3 Guðjón Baldvinsson (82.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 863 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6 Skot (á mark): 7-16 (6-9) Varin skot: 5-3 Horn: 3-8 Aukaspyrnur fengnar: 12-11 Rangstöður: 2-4 Haukar (4-4-2):Daði Lárusson 7 Pétur Örn Gíslason 5 (72. Pétur Ásbjörn Sæmundsson 5) Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 Gunnar Ásgeirsson 5 Úlfar Hrafn Pálsson 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 6Arnar Gunnlaugsson 8 Maður leiksins (83. Jónas Bjarnason -) Hilmar Rafn Emilsson 7 KR (4-5-1) Lars Ivar Moldsked 5 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 5 (62. Gunnar Örn Jónsson 5) Viktor Bjarki Arnarsson 4 (62. Guðjón Baldvinsson 6) Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 6 Björgólfur Takefusa 6 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá leiklýsinguna þarf að smella hér: Haukar - KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira