Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning 9. september 2010 16:07 Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn. Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn.
Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37