Björgólfur Thor gerir athugasemd við fréttaflutning 9. september 2010 16:07 Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn. Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, gerir athugasemdir við frétt Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær um eignarhald hans á Landsbankanum og félagið Givenshire Equities sem skráð er á Kýpur. Fréttastofan stendur við fréttina. Hins vegar skal tekið fram að í útgáfu fréttarinnar sem birtist á Vísi urðu þau mistök að orðið „tengdra aðila" vantaði þegar vísað var til lánveitinga til Björgólfs Thors upp úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.Þetta var lagað eftir ábendingu frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors, og er beðist velvirðingar á því að þessi orð hafi dottið út. Í upphaflegri útgáfu á Vísi var talað um lánveitingar til Björgólfs Thors, en um var að ræða lánveitingar til Björgólfs Thors og tengdra aðila.Í frétt Stöðvar 2 var hvergi fullyrt að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlut starfsmanna Novators í félaginu Givenshire Equities. Í fréttaskýringu sem birtist á Vísi var hins vegar dregin sú ályktun að FME hafi ekki verið kunnugt um eignarhlutinn þar sem starfsmönnum Landsbankans sjálfs hafi ekki verið kunnugt um hann. Fréttastofa hefur undir höndum gögn frá starfsmanni Landsbankans sem sýnir að svokallaður „customer account" í Lúxemborg hafi haldið utan um 5 prósenta hlut í félaginu á móti 95 prósenta hlut félagsins Valhamar Group Ltd, sem var í eigu Björgólfs Thors. Starfsmenn Landsbankans vissu semsagt ekki hver átti hlutinn því eignarhaldið var skráð þannig hjá bankanum sjálfum.Sá hluti fréttaskýringarinnar sem hafði að geyma ályktun fréttamanns var lagfærður eftir ábendingu Ragnhildar Sverrisdóttur. Björgólfur Thor Björgólfsson vill koma því á framfæri að FME hafi verið látið vita af eignarhaldinu á 5 prósenta hlutnum í Givenshire Equities á Kýpur, sem var í eigu starfsmanna Novators, í ársbyrjun 2007. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort FME hafi verið kunnugt um hvernig eignarhaldinu var háttað en engin svör fengið þaðan. Eins og fréttastofa greindi frá í gær vill Björgólfur Thor Björgólfsson ekki gefa það upp hvaða starfsmenn Novators það voru sem áttu hlutinn.
Tengdar fréttir Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Sjá meira
Björgólfur lét vini sína halda á eignarhlut og fékk því greiðan aðgang að lánsfé Nánir samstarfsmenn Björgólfs Thors Björgólfssonar, áttu fimm prósenta hlut í einu eignarhaldsfélaga Björgólfs. Það hafði í för með sér að Björgólfur gat fengið mun meira að láni í Landsbankanum, en ef hann hefði sjálfur átt hlutinn. 8. september 2010 16:37