Ráðherra greinir á um ágæti mjólkurfrumvarps Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2010 18:45 Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ósammála Samkeppniseftirlitinu um að mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra sé skaðlegt samkeppni. Þá greinir efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra á um kosti frumvarpsins, en sá fyrrnefndi er sammála sjónarmiðum Samkeppniseftirlitsins. Bæði Samkeppniseftirlitið og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt Mjólkurfrumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harkalega og segja það afturhvarf frá frjálsri samkeppni, en mjólkursamlögum sem taka við mjólk frá framleiðendum umfram kvóta til sölu innalands verður refsað með sektum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings, þess sem kallað er cartel á enska tungu, og telur frumvarpið styrkja slíkt samráð í sessi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að málið sé ekki svo einfalt og að á það þurfi að horfa í stærra samhengi. „Þetta snýst um þá framleiðslustýringu sem við höfum í þessum greinum og þann ríkisstuðning sem þarna er á ferðinni, að þeir fjármunir nýtist með skilvirkum hætti. Þetta tengist stöðu bændanna almennt, þetta tengist stöðu þeirra kúabænda sem margir eru núna mjög skuldsettir og hafa m.a skuldsett sig til að tryggja sér framleiðsluréttindi innan búvörusamningsins í mjólk og menn hafa áhyggjur af því að ef það er ekki lengur stjórn á hlutunum þá grafi það undan stöðugleika í kerfinu. Og verði á endanum á kostnað neytenda í formi hærra vöruverðs í kjölfar einhverra undirboða og gjaldþrota sem við þekkjum því miður af biturri reynslu. Ekki síst í kjötframleiðslunni," segir Steingrímur. Gylfi Magnússon, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, var stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins í 5 ár. „Mínar skoðanir á þessum málum eru nú ekkert fjarri því sem Samkeppniseftirlitið er að halda fram núna," segir Gylfi. Gylfi segir þó a.m.k einn jákvæðan flöt á frumvarpinu, en það er sérstök undanþága sem lýtur að heimaframleiðslu og sölu afurða beint frá býli, en þar er mjólkurframleiðanda heimilt selja vörur sem samsvara 10 þúsund mjólkurlítrum án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki lögbýlis, þ.e utan kvótakerfisins. Þessi hluti frumvarpsins gengur bara allt of skammt að mati Gylfa. „Ég held bara að tíu þúsund lítrar sé allt of lítið, ef þetta hefði verið rýmra þá hefði það skipt máli. Ef við skoðum hvað tíu þúsund lítrar eru á ári í krónum þá sjáum við að þetta eru ekki háar fjárhæðir þótt það muni kannski miklu um þær í litlum rekstri," segir Gylfi. Hann segist deila áhyggjum Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira