Elísabet Gunnarsdóttir og stelpurnar hennar í Kristianstad mátti þola stórt tap á heimavelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í dag. Linköping vann leikinn 5-0 og komst þar með aftur upp í 3. sæti deildarinnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad í leiknum en Guðný var tekin útaf á 62. mínútu og Margrét Lára fór útaf á 78. mínútu. Erla Steina spilaði hinsvegar allan leikinn.
Kristianstad átti möguleika á því með sigri að tryggja sér áttunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi en eftir þetta tap eiga Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í Djurgården möguleika á að taka 8. sætið af Kristianstad-liðinu.
Kristianstad steinlá á heimavelli á móti Linköping
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn
