Innlent

Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur

Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta.

Foreldrar Hannesar Þórs fara einnig fram á miskabætur úr hendi Gunnars Rúnars og krefjast þau 2,5 milljóna hvort. Í ákæru segir sömuleiðis að þau vilja saman fá tæpa 1,3 milljón króna vegna útfararkostnaðar.

Jafnframt er af hálfu foreldranna krafist vaxta af miskabótakröfum, samtals fimm milljónum króna, frá 15. ágúst og til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er kynnt fyrir Gunnari Rúnari. Heildarkrafan er því tæpar 6,3 milljónir með dráttarvöxtum.

Öll þrjú krefjast þau þess að Gunnar Rúnar greiði lögfræðikostnað sinn.

Gunnar Rúnar var í grunnskóla með kærustu Hannesar. Þá birti hann einlæga ástarjátninu á myndbandsvefnum Youtube þar sem hann játaði ást sína á unnustu Hannesar. Ástin var hinsvegar ekki endurgoldin.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×