Foreldrar Kerans vita ekki hvernig þau komast af án heimahjúkrunar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. desember 2010 18:57 Heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna leggst af um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands. Foreldrar lítils drengs sem bundinn er við vélar allan sólarhringinn segjast ekki vita hvernig þau eigi að komast af án þjónustunnar. Að jafnaði veitir Heimahjúkrun barna um 80 til 60 langveikum og fötluðum börnum nauðsynlega aðhlynningu. Eitt þessara barna er Keran en hann er tuttugu mánaða sem glímir við illvígan taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur nær alveg lamað hann þótt vitsmunir hans séu rétt eins og annarra barna. Hann er bundinn við vélar allan sólarhrin ginn og fær heimsókn sérhæfðs hjúkrunarfræðings sex daga vikunnar sem dvelur í um þrjá tíma í senn hjá barninu. Enda er töluvert mál að búa hann undir svefn eða búa hann undir daginn. En á þessum myndum má sjá móður hans og hjúkrunarfræðing sjúga úr vitum hans en gæta þess um leið að hann fái súrefni en þannig byrjar hver dagur hjá honum. Þá má nefna að langveik börn þurfa mjög oft lyfjagjöf, hjúkrunarfræðingur getur sinnt henni en án aðstoðar hans þyrftu foreldrar að sækja þjónustu á spítalann. Jafnvel oft á dag með tilheyrandi fyrirhöfn þar sem erfitt getur reynst að flytja tæki sem börn eru tengd við auk þess sem hætta á sýkingum eykst við sjúkrahúsferðir. Keran tjáir sig með umli og augngotum. En hvernig sér hjúkrunarfræðingurinn fram á að fjölskyldur komist af án heimahjúkrunar? "Líf þessara fjölskyldna verður hrein hörmung, það er bara þannig," segir Björk Gísladóttir, barnahjúkrunarfræðingur sem annast Keran litla. Þá ber að nefna að þegar fjölskyldur þurfa að annast jafn mikið veikt barn og Keran getur aðeins annað foreldrið unnið úti. Þessar fjölskyldur hafa því yfirleitt minna á milli handanna en aðrar fjölskyldur og eru mjög bundnar yfir barninu. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala en lítið verið heima hjá sér. Án heimaþjónustunnar sé líka nær útilokað fyrir annað foreldrið að komast frá heimilinu yfir daginn, svo sem út í verslun. "Ef við fáum ekki heimaþjónustu verðum við alveg ein. Ég sé þá fram á að þurfa líka að hætta að vinna því það er tveggja manna verk að sinna svona mikið veiku barni," segir Óli Ásgeir Keransson, faðir Kerans litla. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala Þá benda þau á að Keran getur ekki tjáð sig nema með umli og augngotum sem þau þekkja nær ein. Starfsfólk gæti illmögulega náð að lesa úr tjáningu hans nema það þekkti hann mjög vel. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ætlast sé til þess að starfsemi heimahjúkrunar flytjist til heilsugæslunnar og Landspítalans eftir því sem við á. Hvorki framkvæmdastjóri heilsugæslunnar né Landspítalans kannast við að nokkrar viðræður hafi verið um málið. Þá veita heilsugæslur og spítalar yfirleitt mun dýrari þjónustu en heimaþjónustan. Í símaviðtali við fréttastofu viðurkenndi forstjóri Sjúkratrygginga að breytingin hefði líklega í för með sér tilfærslu á kostnaði milli stofnanna og skerðingu á þjónustu en 51 milljón vantaði til að hægt væri að reka heimaþjónustu barna. Hann neitaði því alfarið að um væri að ræða pólitískan leik til að reyna tryggja stofnuninni frekari frjármuni. Þá benti hann á að ef nauðsyn krefur getur fólk fengið þjónustu teymisins sem nú annast heimahjúkrun barna í allt að þrjá mánuði til viðbótar eða til 28. febrúar. Heilbrigðisráðherra hafði samband við fréttastofu vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis um ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að leggja niður heimahjúkrun við langveik og fötluð börn. Ráðherra vill koma því á framfæri að hann muni sjá til þess að þjónustan verði áfram veitt. Hins vegar er óljóst með hvaða sniði það verður eða hvort þjónustan verði skert. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna leggst af um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands. Foreldrar lítils drengs sem bundinn er við vélar allan sólarhringinn segjast ekki vita hvernig þau eigi að komast af án þjónustunnar. Að jafnaði veitir Heimahjúkrun barna um 80 til 60 langveikum og fötluðum börnum nauðsynlega aðhlynningu. Eitt þessara barna er Keran en hann er tuttugu mánaða sem glímir við illvígan taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur nær alveg lamað hann þótt vitsmunir hans séu rétt eins og annarra barna. Hann er bundinn við vélar allan sólarhrin ginn og fær heimsókn sérhæfðs hjúkrunarfræðings sex daga vikunnar sem dvelur í um þrjá tíma í senn hjá barninu. Enda er töluvert mál að búa hann undir svefn eða búa hann undir daginn. En á þessum myndum má sjá móður hans og hjúkrunarfræðing sjúga úr vitum hans en gæta þess um leið að hann fái súrefni en þannig byrjar hver dagur hjá honum. Þá má nefna að langveik börn þurfa mjög oft lyfjagjöf, hjúkrunarfræðingur getur sinnt henni en án aðstoðar hans þyrftu foreldrar að sækja þjónustu á spítalann. Jafnvel oft á dag með tilheyrandi fyrirhöfn þar sem erfitt getur reynst að flytja tæki sem börn eru tengd við auk þess sem hætta á sýkingum eykst við sjúkrahúsferðir. Keran tjáir sig með umli og augngotum. En hvernig sér hjúkrunarfræðingurinn fram á að fjölskyldur komist af án heimahjúkrunar? "Líf þessara fjölskyldna verður hrein hörmung, það er bara þannig," segir Björk Gísladóttir, barnahjúkrunarfræðingur sem annast Keran litla. Þá ber að nefna að þegar fjölskyldur þurfa að annast jafn mikið veikt barn og Keran getur aðeins annað foreldrið unnið úti. Þessar fjölskyldur hafa því yfirleitt minna á milli handanna en aðrar fjölskyldur og eru mjög bundnar yfir barninu. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala en lítið verið heima hjá sér. Án heimaþjónustunnar sé líka nær útilokað fyrir annað foreldrið að komast frá heimilinu yfir daginn, svo sem út í verslun. "Ef við fáum ekki heimaþjónustu verðum við alveg ein. Ég sé þá fram á að þurfa líka að hætta að vinna því það er tveggja manna verk að sinna svona mikið veiku barni," segir Óli Ásgeir Keransson, faðir Kerans litla. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala Þá benda þau á að Keran getur ekki tjáð sig nema með umli og augngotum sem þau þekkja nær ein. Starfsfólk gæti illmögulega náð að lesa úr tjáningu hans nema það þekkti hann mjög vel. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ætlast sé til þess að starfsemi heimahjúkrunar flytjist til heilsugæslunnar og Landspítalans eftir því sem við á. Hvorki framkvæmdastjóri heilsugæslunnar né Landspítalans kannast við að nokkrar viðræður hafi verið um málið. Þá veita heilsugæslur og spítalar yfirleitt mun dýrari þjónustu en heimaþjónustan. Í símaviðtali við fréttastofu viðurkenndi forstjóri Sjúkratrygginga að breytingin hefði líklega í för með sér tilfærslu á kostnaði milli stofnanna og skerðingu á þjónustu en 51 milljón vantaði til að hægt væri að reka heimaþjónustu barna. Hann neitaði því alfarið að um væri að ræða pólitískan leik til að reyna tryggja stofnuninni frekari frjármuni. Þá benti hann á að ef nauðsyn krefur getur fólk fengið þjónustu teymisins sem nú annast heimahjúkrun barna í allt að þrjá mánuði til viðbótar eða til 28. febrúar. Heilbrigðisráðherra hafði samband við fréttastofu vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis um ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að leggja niður heimahjúkrun við langveik og fötluð börn. Ráðherra vill koma því á framfæri að hann muni sjá til þess að þjónustan verði áfram veitt. Hins vegar er óljóst með hvaða sniði það verður eða hvort þjónustan verði skert.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira