Innlent

„Lúðvík sýndi mikið hugrekki“

Rúnar Sigurður Sigurjónsson hrósa Lúðvíki fyrir að láta af störfum. Rúnar hafði safnað um 1000 undirskriftum gegn bæjarstjóranum.
Rúnar Sigurður Sigurjónsson hrósa Lúðvíki fyrir að láta af störfum. Rúnar hafði safnað um 1000 undirskriftum gegn bæjarstjóranum.

„Ég er mjög sáttur við þetta. Rödd bæjarbúa heyrðist og það var tekið mark á henni," segir Hafnfirðingurinn Rúnar Sigurður Sigurjónsson, sem hefur verið iðinn við að safna undirskriftum hjá bæjarbúum til þess að knýja á íbúakosningu um ráðningu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, en hann tilkynnti að hann myndi ekki taka við embætti bæjarstjóra í morgun.

„Hann er maður meiri fyrir að hafa hlustað á fólkið í kringum sig og stigið niður og það ber að hrósa honum fyrir það. Hann sýndi mikið hugrekki," segir Rúnar en áréttar að það þurfti heldur mikið til þess að Lúðvík sýndi hugrekkið.

Aðspurður segist Rúnar hafa verið búinn að safna tæplega þúsund undirskriftum á hálfum mánuði.

Í yfirlýsingu sem Lúðvík sendi frá sér sagði: „Í ljósi þeirra eftirmála nýliðinna kosninga og ákvarðana um skipan í embætti bæjarstjóra er einboðið að ekki mun ríkja sú almenna sátt sem er að mínu mati nauðsynleg til að viðhalda áfram víðtækri samvinnu og samráði í bæjarfélaginu."

Það er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Guðmundur Rúnar Árnason, sem tekur við sem bæjarstjóri. Áður hafði Lúðvík gegnt embættinu í átta ár.


Tengdar fréttir

Lúðvik Geirsson hættir sem bæjarstjóri

Lúðvík Geirsson hefur ákveðið að hætta sem bæjarstjóri í Hafnarfirði og var Guðmundur Rúnar Árnason ráðinn í stað hans. Meirihlutinn í Hafnarfirði hefur verið gagnrýndur töluvert eftir sveitastjórnarkosningarnar í maí fyrir að ráða Lúðvík í starfið þrátt fyrir að hann hafi ekki hlotið kjör sem bæjarfulltrúi í kosningunum.

Vill íbúakosningar um ráðningu bæjarstjóra Hafnarfjarðar

Hafnfirðingurinn Rúnar Sigurður Sigurjónsson hefur ákveðið að hefja undirskriftasöfnun bæjarbúa til þess að knýja á um íbúakosningu vegna ráðningu Lúðvíks Geirssonar, sem var ráðinn bæjarstjóri eftir að hafa fallið út úr bæjarstjórn. Hann sat í sjötta sæti lista Samfylkingarinnar en flokkurinn náði aðeins fimm mönnum inn. Lúðvík hefur hinsvegar verið bæjarstjóri í átta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×