Hryðjuverk til Norðurlanda 9. júlí 2010 05:00 Ragna Árnadóttir Þrír menn voru handteknir af norsku öryggislögreglunni í gær grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir, sem eru frá Írak, Úsbekistan og Kína, eru taldir tengjast Al Kaída hryðjuverkasamtökunum og að hafa ætlað að framleiða sprengiefni. Magnus Ranstorp, sænskur sérfræðingur í hryðjuverkastarfsemi, segir við Fréttablaðið að ekki komi á óvart að hryðjuverkamennirnir hafi valið Noreg. Hann segir líklegt að hryðjuverkamenn líti í auknum mæli til landa þar sem þeir telja minna eftirlit með mögulegri hryðjuverkastarfsemi. Í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum frá því í mars kemur fram að hættustig á Íslandi hafi talist sambærilegt við það sem er á öðrum Norðurlöndum og að nauðsynlegt sé að yfirvöld haldi vöku sinni. Ennfremur er þar bent á að íslenska lögreglan býr ekki yfir forvirkum rannsóknarheimildum og má því ekki safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila liggi ekki fyrir rökstuddur grunur um tiltekið afbrot. Þess vegna eru möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk ekki taldir þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir að verið sé að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir. „Við ætlum að skoða þetta og láta réttar-farssérfræðinga vinna tillögur að því hvernig slíkar heimildir myndu líta út og undir hvaða eftirliti þær væru, því það er alveg klárt að ef lögreglan fær slíkar heimildir þarf að vera skýr rammi um það hvenær má nota þær og hvers konar eftirlit er með notkun þeirra," sagði Ragna. Ragna telur atburðina í Noregi áhyggjuefni en segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir á Íslandi stafi meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Spurð hvort endurmeta eigi hættuna á hryðjuverkastarfsemi á Íslandi í kjölfar atburðanna sagði Ragna of snemmt að segja nokkuð til um það. - mþl, þeb / sjá síðu 6 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þrír menn voru handteknir af norsku öryggislögreglunni í gær grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir, sem eru frá Írak, Úsbekistan og Kína, eru taldir tengjast Al Kaída hryðjuverkasamtökunum og að hafa ætlað að framleiða sprengiefni. Magnus Ranstorp, sænskur sérfræðingur í hryðjuverkastarfsemi, segir við Fréttablaðið að ekki komi á óvart að hryðjuverkamennirnir hafi valið Noreg. Hann segir líklegt að hryðjuverkamenn líti í auknum mæli til landa þar sem þeir telja minna eftirlit með mögulegri hryðjuverkastarfsemi. Í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum frá því í mars kemur fram að hættustig á Íslandi hafi talist sambærilegt við það sem er á öðrum Norðurlöndum og að nauðsynlegt sé að yfirvöld haldi vöku sinni. Ennfremur er þar bent á að íslenska lögreglan býr ekki yfir forvirkum rannsóknarheimildum og má því ekki safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila liggi ekki fyrir rökstuddur grunur um tiltekið afbrot. Þess vegna eru möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk ekki taldir þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir að verið sé að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir. „Við ætlum að skoða þetta og láta réttar-farssérfræðinga vinna tillögur að því hvernig slíkar heimildir myndu líta út og undir hvaða eftirliti þær væru, því það er alveg klárt að ef lögreglan fær slíkar heimildir þarf að vera skýr rammi um það hvenær má nota þær og hvers konar eftirlit er með notkun þeirra," sagði Ragna. Ragna telur atburðina í Noregi áhyggjuefni en segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir á Íslandi stafi meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi. Spurð hvort endurmeta eigi hættuna á hryðjuverkastarfsemi á Íslandi í kjölfar atburðanna sagði Ragna of snemmt að segja nokkuð til um það. - mþl, þeb / sjá síðu 6
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira