Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi 8. mars 2010 16:26 Ólafur Gottskálksson. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira