Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi 8. mars 2010 16:26 Ólafur Gottskálksson. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira