Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2010 13:30 José Mourinho er nýi kóngurinn af Real Madrid. Mynd/AFP José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira