Emmanuel Adebayor skoraði þrennu fyrir Manchester City í Evrópudeildinni í 3-1 sigri liðsins á pólska liðinu Lech Poznaní kvöld og endaði þar með langa markaþurrð sína en hann hafði ekki skorað síðan í maí.
Adebayor tryggði sér væntanlega með þessu sæti í byrjunarliði Manchester City á móti hans gömlu félögum í Arsenal um næstu helgi.
Þetta var fyrsta þrenna Adebayor síðan að hann skoraði 3 fyrir Arsenal á sigri á Blackburn í september 2008.
Vísir hefur tekið saman nokkrar myndir af þrennu Adebayor en hann virtist vera að þvo af sér gagnrýnina þegar hann fagnaði fyrsta marki sínu í leiknum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Emmanuel Adebayor þvoði af sér gagnrýnina - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn


KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn


Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn

