Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar 9. mars 2010 06:00 Mikið magn kolefnis er bundið í líkama stórhvela. Deyi dýrin og sökkvi í sæ eru líklegt að kolefnið verði bundið í hafinu árhundruðum saman. Séu hvalirnir dregnir á land losnar kolefnið hins vegar fljótt út í andrúmsloftið. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira