Fótbolti

Getum ekki hárreitt Anelka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alain Boghossian, aðstoðarlandsliðsþjálfari franska landsliðsins, segir að hann hafi séð Nicolas Anelka spila oft og mörgum sinnum á leiktíðinni.

Anelka er nú að taka út átján leikja bann með landsliðinu sem hann fékk fyrir að gagnrýna og rífast við Raymond Domenech á HM í sumar, þáverandi landsliðsþjálfara Frakka. Málið vakti mikla athygli og fóru leikmenn til að mynda í verkfall vegna þess.

Frökkum gekk skelfilega á HM og voru nokkrir leikmenn dæmdir í bann fyrir hegðun sína í Suður-Afríku í sumar. Anelka fékk verstu refsinguna og segist hann aldrei vilja spila fyrir franska landsliðið aftur.

„Það er enginn í banni að eilífu," sagði Boghossian. „En hvað getum við gert - hárreitt hann svo hann komi? Það er reyndar erfitt þar sem hann er ekki með mikið hár."

„En við getum ekki rætt endalaust um þessa leikmenn sem eru nú fjarverandi. Við verðum bara að halda áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×