Þeim fjölgar sem vilja afturkalla veiðiheimildir 27. september 2010 10:58 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum." Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur birt niðurstöður könnunar þar sem spurt var um álit fólks á því að afturkalla fiskveiðiheimildir. 70,9% svarenda sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. 18,8% eru andvígir hugmyndunum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg málinu. „Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og venjulega er nokkur munur á afstöðu ólíkra hópa til málsins. „Til dæmis sögðust 82% þeirra sem eru fimmtugir og eldri vera hlynntir hugmyndinni samanborið við 71% í aldurshópnum 30-49 ára og 54% í aldurshópnum 18-29 ára. Þó ber að líta til þess að í öllum aldurshópunum voru þeir sem sögðust hlynntir hugmyndinni mun fleiri en þeir sem sögðust henni andvígir." „73,7% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu sögðust fylgjandi því að yfirvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 66,4% þeirra sem búa úti á landi," segir ennfremur. „Þá sögðust 16,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera andvígir hugmyndinni um endurúthlutun fiskveiðiheimilda borið saman við 23,3% íbúa landsbyggðarinnar. Af þeim sem styðja núverandi ríkisstjórn eru 93,3% sem sögðust hlynntir því að að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Meðal þeirra sem segjast ekki styðja ríkisstjórnina voru 51,9% sem sögðust fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 35,0% þeirra voru því andvígir." Síðan kemur í ljós verulegur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka. „Þannig sögðust 38,3% sjálfstæðismanna hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 43,4% þeirra sögðust andvígir. 59,1% framsóknarmanna sögðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 27,3% þeirra sögðust andvígir. 93% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kvaðst fylgjandi endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 2,3% þess sagðist andvígt. Þá voru 95,9% Vinstri grænna hlynntir því að stjórnvöld endurskoði úthlutun fiskveiðiheimilda en 1,1% voru því andvígir. Meðal þeirra sem sögðust kjósa aðra flokka en ofangreinda voru 87,2% sem kváðust hlynntir endurúthlutun fiskveiðiheimilda en 10,5% kváðust andvígir." Í tilkynningunni segir einnig að þegar litið sé til sambærilegrar könnunar frá því í febrúar 2009 kemur í ljós að stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda hefur aukist mikið meðal stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar. „Nú segjast 93,3% þeirra sem styðja ríkisstjórnina hlynnt hugmyndinni samanborið við 74,3% í febrúar 2009. Stuðningur við hugmyndina breytist hins vegar lítillega meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn nú. Stuðningur við afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda eykst meðal karla og kvenna, þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og íbúa landsbyggðarinnar og í öllum aldurshópum að hópnum 18-29 ára undanskyldum."
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira