Pétur Blöndal: Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili 16. október 2010 11:27 Pétur Blöndal. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira