Pétur Blöndal: Yfirdráttur er bannorð fyrir heimili 16. október 2010 11:27 Pétur Blöndal. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vilja horfa framtíðar og að hver einasti maður einsetji sér að eftir tíu til fimmtán ár skuldi hann einungis náms- og íbúðarlán. „Menn eiga ekki að taka lán fyrir öðru." Rætt er við Pétur í Fréttablaðinu í dag. „Bílinn, símann og allt annað á að staðgreiða. Og það á aldrei að kaupa neitt á raðgreiðslum og yfirdráttur er bannorð fyrir heimili. Svo er gott að eiga þriggja til fjögurra mánaða útgjöld á lausu í banka. Svona vil ég sjá þetta." Pétur segir að maður sem skuldar sé ekki frjáls. „Þjóð sem skuldar er ekki frjáls. Heldur ekki fyrirtæki. En sá sem á inneign er frjáls. Fjölskyldu hans líður vel og það eru heilmikil verðmæti fólgin í því að eiga sparnað í stað þess að vera í vanskilum. Ég vona að þjóðin hafi náð þessu í hruninu."Mistök Sjálfstæðisflokksins Pétur segir að minnka þurfi ríkisbáknið. „Að mínu mati voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins í þau átján ár sem hann var við völd að láta vöxt opinbera kerfisins viðgangast. Hann átti að stinga við fæti og það átti að leggja meira fyrir." Þá segir Pétur: „Ég tel að það eigi að skoða það að bakka með velferðarkerfið fjögur, fimm ár aftur í tímann, sjá hvað hver fékk þá, og spyrja hvort við höfum stofnað nýjar stofnanir sem hægt er að leggja niður. En svo er lykilatriði þegar menn ætla í svona niðurskurð eins og á heilbrigðisstofnununum að hafa samráð við fólk. Koma til þess og segja; hér er mikill vandi á höndum hvaða hugmyndir hefur þú um lausn?"Vill lægri starfshlutfall - ekki uppsagnir Aðferðirnar skipta líka miklu máli, að mati Péturs. „Ef segja þarf upp tíu manns á hundrað manna vinnustað á frekar að segja öllum upp tíu prósent. Færa starfshlutfall allra niður í 90 prósent. Þá viðhöldum við þekkingunni, mannauðnum í fyrirtækinu og tengingu fólks við vinnumarkaðinn og uppsögnin er ekki eins mikið áfall fyrir þessa tíu," segir Pétur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér og hér.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira