Innlent

Verjandi Geirs furðar sig á því að Alþingi hafi ekki haft lykilgögn

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Verjandi Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra furðar sig á því að Atlanefndin og Alþingi skuli ekki hafa haft aðgang að lykilgögnum þegar ákvörðun var tekin um að ákæra hann fyrir landsdómi. Saksóknari Alþingis hefur óskað eftir gögnum sem tengjast Geir í sextíu og sex liðum.

Verjandi Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra furðar sig á því að Atlanefndin og Alþingi skuli ekki hafa haft aðgang að lykilgögnum þegar ákvörðun var tekin um að ákæra hann fyrir landsdómi. Saksóknari Alþingis hefur óskað eftir gögnum sem tengjast Geir í sextíu og sex liðum.

Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir tölvupóstum, skýrslutökum og minnisblöðum sem voru í vörslu rannsóknarnefndar Alþingis og eru geymd hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Safnið synjaði ósk saksóknarans með vísan til ákvæða um vernd einkalífsins. Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður og verjandi Geirs, segir að skoða verði ósk saksóknarans í ljósi ákvörðun Alþingis um að ákæra Geir fyrir vanrækslu.

Á meðal gagnanna sem saksóknarinn hefur beðið um er svokallaður „ólystugur matseðill," minnisblað sem forstjóri FME tók saman vorið 2008 og fjöldinn allur af öðrum gögnum, skýrslutökur yfir stjórnmálamönnum, bankastjórum og eigendum bankanna. Verjandi Geirs mun koma hans sjónarmiðum á framfæri þegar krafan verður tekin fyrir í landsdómi, en er hlynntur því að gögnin komi fram. Hann telur það gagnrýnivert að Alþingi hafi ákært án þessara gagna. Sjá má viðtal við Andra Árnason í myndskeiði með fréttinni. thorbjorn@stod2.is

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×