Bertha á forsíðu Playboy á undan Ásdísi 2. júlí 2010 10:00 Bertha María Waagfjörð gerði garðinn frægan í fyrirsætuheiminum og var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. „Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp
Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19
Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15