Bertha á forsíðu Playboy á undan Ásdísi 2. júlí 2010 10:00 Bertha María Waagfjörð gerði garðinn frægan í fyrirsætuheiminum og var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. „Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp
Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19
Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15