Lífið

Glæsileiki hjá MTV

Rihanna tróð upp í fallegum kjól í heitasta tískulitnum núna, beige en þó með óvanalegu ívafi.
Rihanna tróð upp í fallegum kjól í heitasta tískulitnum núna, beige en þó með óvanalegu ívafi.
Hin árlegu evrópsku tónlistaverðlaun MTV voru veitt með pompi og pragt fyrr í vikunni. Að þessu sinni lá leið stjarnanna til Madríd á Spáni og kynnir kvöldsins var aðþrengda eiginkonan Eva Longoria, en hún notaði tækifærið og skipti þrettán sinnum um klæðnað við mikinn fögnuð áhorfenda.

Sigurvegari kvöldins var tónlistarkonan Lady Gaga en hún sópaði til sín verðlaunum; fyrir bestu söngkonuna, besta lagið og besta poppið. Poppdrottningin sá sér þó ekki fært að mæta en sendi þakkarkveðjur frá Búdapest þar sem hún var við tónleikahald.

Rauði dregillinn var glæsilegur að vanda þar sem stuttir og þröngir kjólar sem og síðir hvítir voru áberandi.
Neon Söngkonan Keisha tók flippuð á móti verðlaunum sínum en hún var valin besti nýgræðingurinn í bransanum.
Svartklæddur slúðrari Taylor Momsen mætti ásamt hljómsveit sinni, svartklædd og ólík persónunni sem hún leikur í Gossip Girl sjónvarpsþáttunum sívinsælu. nordicphotos/getty


Skinka Eva Longoria vakti mikla lukku þegar hún staulaðist á sviðið klædd í skinkukjól en þar var hún að gera gott grín að hinum fræga kjötkjól Lady Gaga. nordicphotos/getty
Sveiflaðist um sviðið Shakira er þekkt fyrir að kunna að hrista mjaðmirnar. nordicphotos/getty
Hvítur og flæðandi nordicphotos/getty
Tvær góðar Miley Cyrus mætti í hvítum síðum kjól og huldi því meira hold en hún er vön að þessu sinni. Eva Longoria var hins vegar í mjög stuttum svörtum kjól.
Ungstirni Emily Osment er þekkt söngkona og leikkona vestanhafs en hún mætti í fallegum fagurbláum kjól. nordicphotos/getty
Gull Fyrirsætan Kelly Brooks var flott í stuttum hlýralausum kjól. nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.