Innlent

Bobby Fischer grafinn upp

Bobby Fischer ásamt meintri fjölskyldu.
Bobby Fischer ásamt meintri fjölskyldu.

Lögmaður meintrar dóttur skáksnillingsins Bobby Fischers, Sammy Estimo, segir í viðtali við filippeyska fjölmiðla að líkamleifar Bobbys verði grafnar upp til þess að unnt verði að taka úr honum lífsýni.

Í frétt um málið sem finna má á skákvefnum Chessbase.com, segir að reynt hafi verið að finna lífsýni úr Fischer á íslenskum spítölum en ekkert fundist. Því þurfi að grafa hann upp.

Eins og kunnugt er þá deila ættingjar og meint eiginkona Bobbys um arf sem hann lét eftir sig. Málið er allt hið undarlegasta, líkt og snillingurinn sjálfur var í lifandi lífi, en sambýliskona Bobbys heldur því fram að hún sé eiginkonan hans, en fær það ekki viðurkennt. Þá segist Marylin Yong frá Filipseyjum vera barnsmóðir Bobbys en það hefur ekki verið sannað.

Nú ættu málin að skýrast, í það minnsta ef marka má orð Estimo, því Bobby verður grafinn upp og þá verður hægt að sannreyna hvort hann hafi í raun átt dóttur.

Annars má lesa frétt um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×