Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar en sænska félagið er búið að tilkynna um komu hennar á heimasíðu sinni.
Katrín Ómarsdóttir mun spila með Kristianstad í sumarfríinu sínu frá námi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún spilar fótbolta með háskólaliði CAL.
Fyrsti leikur Katrínar með Kristianstad verður á móti LdB Malmö 9. maí en hún mun ná því að spila níu leiki með liðinu í sumar.
Það er nóg að Íslendingum fyrir hjá Kristianstad, Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir spila með liðinu.
