Íslenski boltinn

Ísland hækkar á FIFA-listanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Íslenska þjálfarateymið.
Íslenska þjálfarateymið.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur stórt stökk á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er komið í 79. sæti af 207 þjóðum á listanum og hækkar sig um ellefu sæti frá síðasta lista. Kína er í sætinu á undan Íslandi og Mósambík í sætinu á eftir.

Ísland hækkar sig um tvö sæti innan Evrópu og er komið í 40. sæti í Evrópu.

Heimsmeistarar Spánverja eru komnir í efsta sæti listans en þeir voru fyrir í öðru sæti. Holland kemst í annað sætið. Brasilía er síðan í þriðja sæti listans. Þjóðverjar eru síðan komnir í fjórða sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×