Lífið

Sálin er trú sjálfri sér

Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, og Samúel J. Samúelsson verða í góðum gír í Höllinni í kvöld.fréttablaðið/daníel
Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, og Samúel J. Samúelsson verða í góðum gír í Höllinni í kvöld.fréttablaðið/daníel
Sálin og Stórsveit Reykjavíkur spila í Laugardalshöll í kvöld. Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld í tilefni af útgáfu sinnar nýjustu plötu, Upp og niður stigann. Hún er fyrsta hljóðsversplata þessarar ástsælu sveitar í fimm ár.

Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson fremstan í flokki spilar á plötunni og hún verður Sálinni að sjálfsögðu til fulltingis á tónleikunum. Samúel útsetti lúðrablásturinn á plötunni og segist hafa skemmt sér vel við verkefnið. „Það er alltaf gaman að fá að krukka í annarra manna músík. Ég hef unnið töluvert með þeim í gegnum tíðina, gert strengjaútsetningar og brassdót en þetta var dálítið meira núna, sem var bara mjög gaman.“

Samúel fékk fyrst að heyra prufuupptökur með nýjum lögum Sálarinnar þegar hann dvaldi í Brasilíu í byrjun ársins. „Ég var hlustandi á demó af nýrri Sálarplötu liggjandi á ströndinni í Ríó. Það var mjög súrrealískt,“ segir hann.

Sálin vildi víkka út hljóm sinn á plötunni með því að fá Stórsveitina til liðs við sig. „Ég held að það hafi alveg tekist. Það er stórt brasssánd komið á þetta en þetta er samt Sálarplata. Þeir eru trúir sjálfum sér,“ útskýrir Samúel.

Hann býst við skemmtilegum tónleikum í kvöld. Rennt verður í gegnum nýju plötuna og einnig verða um tíu lög til viðbótar á efnisskránni, þar á meðal eldri slagarar á borð við Krókurinn og Ábyggilega. „Fyrir aðdáendur Sálarinnar verða þetta mjög skemmtilegir tónleikar. Það á líka bara að gera þetta einu sinni, þannig að fólk má ekki missa af þessu.“freyr@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.