Enski boltinn

Petr Cech frá í einn mánuð - svipuð meiðsli og á síðasta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/AFP
Petr Cech, markvörður Englandsmeistara Chelsea, meiddist illa á kálfa á æfingu liðsins í gær, verður frá í mánuð og mun því missa af byrjun tímabilsins.

Cech mun ekkert spila á undirbúningstímabilinu, missir af leiknum við Manchester United um Samfélagsskjöldinn og er mjög tæpur fyrir fyrsta leik liðsins í deildinni sem er á móti West Brom 14. águst.

„Myndatakan sýndi að Cech reif vöðva í kálfa á hægri fæti og hann verður frá í mánuð," sagði í yfirlýsingu frá Chelsea.

Meiðsli Cech eru mjög svipuð og þau sem hann varð fyrir á móti Internazionale Milan í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Cech meiddist þá 24. febrúar og spilaði ekkert fyrr en nákvæmlega einum mánuði síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×