Ríkharður sá eini sem byrjaði betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2010 08:30 Kolbeinn Sigþórsson hefur þegar skorað 3 mörk í fyrstu 5 landsleikjum sínum. Hann skoraði fleiri mörk með A-landsliðinu en 21 árs liðinu á árinu. Nordic Photos / AFP Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki