Ágreiningur um hernaðaryfirbragð 7. desember 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. Fréttablaðið/Guðsteinn Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira