Útilokar ekki frekari uppsagnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. ágúst 2010 11:51 Staða Orkuveitu Reykjavíkur er krítísk. Mynd/ Róbert. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11
Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35
Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent