Innlent

Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur þetta verið kunnugt innan borgarstjórnar í nokkra daga en borgarfulltrúar sem Vísir ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og bentu á stjórn Orkuveitunnar.

Einn borgarfulltrúi sem Vísir ræddi við taldi líklegt að tillagan næði fram að ganga.

Það var Haraldur Flosi Tryggvason sem lagði tillöguna fram.

Samkvæmt mbl.is, þá er gert ráð fyrir því að annar forstjóri verði ráðinn til bráðabirgða en síðan verði staðan auglýst. Ekki náðist í neinn stjórnarmann Orkuveitunnar en þeir sitja enn á fundi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×