Innlent

Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál

Haraldur Flosi Tryggvason.
Haraldur Flosi Tryggvason.

Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

„Það er fyrst og fremst mat þeirra sem að þessari ákvörðun standa að það sé þörf á nýjum verkstjóra, vegna nýrra stefnu," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, aðspurður um ástæðu þess að Hjörleifi hafi verið sagt upp störfum. Hann bætir svo við:

„Það er ekki verið að gera Hjörleif að blóraböggli fyrir það sem aflaga hefur fari í Orkuveitunni heldur mat okkar að það sé æskilegt að hér komi ferskt fólk inn."

Helgi Þór Ingason.

Hjörleifur lætur þegar af störfum en stjórnin samþykkti í kvöld að Haraldur hæfi undirbúning að ráðningu nýs forstjóra, meðal annars með gerð starfslýsingar og auglýsingar um starfið.

Spurður um starfslokakjör Hjörleifs svarar Haraldur: „Ég tel mig bundinn af trúnaðarskyldu hvað þau kjör varða og því get ég ekki tjáð mig um málið að svo stöddu."

Haraldur áréttar að hann megi einfaldlega ekki tjá sig um kjör fráfarandi forstjóra samkvæmt ráðningarsamningi Hjörleifs.

Þrír stjórnarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Það voru Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og Hrönn Ríkharðsdóttir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×