Fótbolti

Inter heimsmeistari félagsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Inter fagna einu marka sinna í dag.
Leikmenn Inter fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP
Ítalska liðið Internazionale varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 3-0 sigur á TP Mazembe frá Kongó í Afríku í úrslitaleik.

Ítalarnir gerðu út um leikinn snemma í fyrri hálfleik er þeir komust 2-0 yfir með mörkum Goran Pandec og Samuel Eto'o.

Varamaðurinn Jonathan Biabiany innsiglaði svo sigurinn með marki á 85. mínútu leiksins.

Þetta var kærkominn sigur fyrir Inter og ekki síst knattspyrnustjórann Rafa Benitez sem hefur verið gagnrýndur í haust vegna slæms gengis heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×