Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, birti í kvöld á Facebook-síðu sinni myndir af risastóru húðflúri af skjaldarmerki Reykjavíkur á framhandlegg sínum.
„Af virðingu við borgina mína og íbúa hennar!" ritar hann við myndina.
Á myndunum sést einnig einn færasti húðflúrari landsins, Jón Páll á Íslenzku húðflúrstofunni við Hverfisgötu.
Jón Páll húðflúrari við verk sitt.Jón Gnarr lofaði á síðunni fyrr í dag að hann myndi koma skemmtilega á óvart. Viðbrögðin láta heldur ekki á sér standa en hundruð manna lýsa nú yfir ánægju sinni með borgarstjórann og nýjasta uppátæki hans.