Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara 13. september 2010 12:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira