Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara 13. september 2010 12:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira