Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara 13. september 2010 12:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira