Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara 13. september 2010 12:07 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Tekin verður afstaða til gæsluvarðhalds í Héraðsdómi Reykjavíkur innan tíðar. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vegna rannsóknarhagsmuna hafi verið óskað eftir því að maðurinn verði hnepptur í varðhald. Í gær var einnig tekinn höndum sextán ára drengur sem talinn er tengjast málinu en honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Hákon segir allt benda til þess að málið eigi rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma. „Þessi eignaspjöll voru til þess að hræða og vekja ótta," segir hann en feðgarnir fóru úr landi í gær. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og hafa búið hér á landi í yfir áratug. Pilturinn átti í sambandi við íslenska stúlku og virðist sem rót ofsóknanna megi rekja til þess. Hákon segir að maðurinn og pilturinn sem yfirheyrðir voru í gær séu ekki feðgar. Þeir eru taldir hafa tekið með sér barefli þegar þeir réðust að heimili feðganna og að ætlunin hafi verið að valda sem mestum skemmdum. „Þetta fór úr böndunum," segir Hákon. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á hvort það hafi verið ástæða fyrir feðgana til að flýja land vegna málsins en segir þó að mál af þessum toga hafi aldrei áður komið á hans borð. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira